EN | IS | IT | GR | ES

VERKEFNIÐ /

Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks

Markmið SUSTAIN IT er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærar þróunar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. SUSTAIN IT starfsmenntunin mun annars vegar vera hefðbundin kennsla og hinsvegar fræðsla sem er aðgengileg á vefsíðunni.

Markhópur verkefnisins eru stjórnendur í ferðaþjónustufyrirtækjum og framtíðar stjórnendur í greininni. Markmiðið er að auka færni þeirra og hæfni í áætlanagerð, innleiðingu og markaðssetningu raunhæfra lausna í sjálfbærri ferðaþjónustu. SUTAIN IT hentar sérstaklega einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á hvaða sviði ferðaþjónustunnar sem er (s.s. fólksflutningum, leiðsögn, gistingu og veitingum).

SUSTAIN IT stuðlar að nauðsynlegri hæfni starfsfólks í sjálfbærri ferðaþjónustu. Aðferðin er ný og byggir á þarfagreiningu sjálfbærrar ferðaþjónustu ásamt samþættingu þekkingar og reynslu starfsfólks starfsmenntunargeirans og tæknilegra sérfræðinga. Hún byggir á að þekkingin sé aðgengileg og að allir geti nýtt sér afurðir verkefnisins. SUSTAIN IT er vettvangur til að byggja upp starfsmenntun og hæfni. Verkefnið stuðlar einnig að tengslamyndun og flæði þekkingar og vinnuafls innan Evrópu.

Í SUSTAIN IT verkefninu er notast við stafrænar lausnir og upplýsingatækni í námi, kennslu og þjálfun. Kennsluefnið er þróað og prufukeyrt og þá endurbætt áður en það er tekið í notkun. Afrakstur verkefnisins verður öllum aðgengilegur á vefsíðu verkefnisins og þekkingin mun nýtast utan ramma samstarfsins og í öðrum löndum Evrópusamstarfsins. Þarfir markhópsins eru ekki bundnar við löndin sem taka þátt og vefsíðan sem er á sex tungumálum tekur á evrópsku vandamáli með evrópskri lausn.

Samstarfsaðilar


Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar þekkingarsetur var stofnað. Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, m...
Lesa meira
https://nyheimar.is/


Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu...
Lesa meira
http://www.hac.is/

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.