EN | IS | IT | GR | ES

SUSTAIN IT – Málstofa um sjálfbærni í ferðaþjónustu /

Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks

SUSTAIN IT – Málstofa um sjálfbærni í ferðaþjónustu

2020-11-13
Föstudaginn 13.nóvember fór fram rafræn málstofa um Sjálfbærni í ferðaþjónustu. Málstofan var liður í verkefninu SUSTAIN IT sem hefur verið þýtt á íslensku sem Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks.

Málþingið heppnaðist með eindæmum vel en ásamt kynningu á SUSTAIN IT verkefninu voru haldin nokkur erindi um sjálfbærni og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Fyrst reið á vaðið dr. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræðum hjá Háskóla Íslands, sem fjallaði um sjálfbæra ferðaþjónustu í sögulegu samhengi með erindinu sínu „Sjálfbær ferðaþjónusta – hver er staðan eftir 30 ára reynslutíma?“. Einnig tók til máls Hulda Laxdal Hauksdóttir sem sagði frá fyrirtæki sínu Höfn Staðarleiðsögn, en þar er starfað í anda Yndisævintýraferða og Heilsueflandi ferðamennsku. Einnig fylgja þau umhverfisstefnunni Án ummerkja sem hluta af sjálfbærri ferðaþjónustu. Næstur kynnti Garðar Finnsson stefnu Icelandair hótels Mývatns í sjálfbærni og umhverfismálum en mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál og kynningu á þeim á hótelinu. Málstofan endaði svo á erindi frá dr. Snjólaugu Ólafsdóttur sem rekur fyrirtækið Andrými sjálfbærnisetur. Ræddi hún um mikilvægi sjálfbærni fyrir heiminn í dag og sendi þar með fundargesti út í daginn með hugann fullan af sjálfbærnihugmyndum og hugleiðingum.

Nýheimar Þekkingarsetur og verkefnastjórar SUSTAIN IT verkefnisins, Þekkingarnet Þingeyinga, héldu utan um viðburðinn í sameiningu sem eins og áður sagði fór fram á veraldarvefnum föstudaginn 13.nóvember 2020.
SUSTAIN IT verkefnið er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarf 8 stofnana frá 6 löndum í Evrópu og hóst í lok árs 2018. Markmið verkefnisins var að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærrar þróunar með því að þróa nýjar og hagnýtar leiðir til menntunar fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. Áhersla var lögð á að auka færni einstaklinganna og hæfni í áætlanagerð, innleiðingu og markaðssetningu á sjálfbærri ferðaþjónustu.

Á síðastliðnum tveimur árum hafa samstarfsaðilar SUSTAIN IT sett saman 8 námskeið ásamt 14 raundæmum um Sjálfbæra ferðaþjónustu þar sem markmiðum verkefnisins er komið til skila. Heimasíða verkefnisins er www.sustainit.eu og þar má nálgast allar upplýsingar um verkefnið ásamt afurðum verkefnisins.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hjá verkefnastjórum þess á Íslandi, Arnþrúði Dagsdóttur hjá Þekkingarneti Þingeyinga (ditta@hac.is) og Söndru Björg Stefánsdóttur hjá Nýheimum þekkingarsetri (sandra@nyheimar.is).

Samstarfsaðilar


Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar þekkingarsetur var stofnað. Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Tólf aðilar eru með starfsstöð í setr...
Lesa meira
https://nyheimar.is/


Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu...
Lesa meira
http://www.hac.is/

Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.